miðvikudagur, 27. febrúar 2008

29. FEBRÚAR

Spyrill dagsins er Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Steinþór Sigurðsson
og Ævar Örn Jósepsson með 23 rétt svör.

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

22. FEBRÚAR

Spyrill dagsins er Jón Proppé.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Vignir M. Lýðsson og Hafsteinn B. Einarsson. Þeir höfðu 21 stig út úr keppninni og unnu þar með tvo bjórkassa, þar eð sigurlaunin gengu ekki út í síðustu keppni.

laugardagur, 9. febrúar 2008

15.FEBRÚAR

Spyrill dagsins er Kristinn Pálsson.

Þar sem sigurlaunin gengu ekki út úr síðustu keppni verða tveir bjórkassar í verðlaun fyrir sigurliðið í þessarri viku.

Fyrir þau sem vilja fylgja Kristni Kristjánssyni til grafar, þá verður útför hans haldin föstudaginn 15.febrúar kl. 15.00 frá Fossvogskirkju.

fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Kristinn Kristjánsson 1954-2008

Horfinn er á vit feðra sinna vinur okkar og félagi Kristinn Kristjánsson, fyrrum umsjónarmaður Drekktu betur. Kristinn var mörgum okkar innblástur í lífi og starfi, einkum þeim okkar sem fengum það tækifæri að sitja í íslenskutímum hjá honum á kennaraferli hans. Hann eyddi með okkur mörgum góðum stundum á Grand Rokk við rökræður, uppfræðslu, sem og í leik og starfi.
Hann skilur eftir sig stórt skarð í hjörtum okkar sem þekktum hann og vonum við að honum líði vel þar sem hann er nú. Við kveðjum þennan vin okkar með söknuði og sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.

mánudagur, 4. febrúar 2008

9. FEBRÚAR

Spyrill dagsins er Indriði Viðar.

Síðustu keppni unnu Guðmundur Hreiðarsson og Gunnar Árnason með 15 stig.

View My Stats