laugardagur, 29. mars 2008

4. APRÍL

Jæja kæru vinir. Nú er komið að 250. keppninni. Því verða verðlaun mun glæsilegri en venjulega og við vonum að mæting verði það einnig.

Spyrill dagsins er Kolbeinn Ó. Proppé.

Sigurvegarar síðustu keppni voru áðurnefndur Kolbeinn og Stefán Pálsson, en þeir félagar náðu 19 svörum réttum.

föstudagur, 14. mars 2008

28.MARS

Þar sem föstudagurinn 21.mars er föstudagurinn langi má ekki spila leiki og fellur því keppni niður.

Spyrill 28. mars er hins vegar Páll Hilmarsson. Þema verður: Bókmenntir, tónlist, vörumerki og annað því tengt.

Sigurvegarar keppninnar 14. mars voru Víðir Petersen og Hafsteinn V. Hafsteinsson þar sem þeir náðu 17 réttum svörum og þar að auki þremur í viðbót úr bráðabana.

Við biðjumst velvirðingar á þessarri röskun, en hlökkum til að sjá ykkur sem flest þann 28. mars.

þriðjudagur, 11. mars 2008

14. MARS

Spyrlar dagsins eru Böðvar og Steinunn.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Örn Úlfar Sævarsson og Hrafn Gunnarsson, með 19 svör rétt út úr keppninni sjálfri og önnur þrjú út úr bráðabana.

þriðjudagur, 4. mars 2008

7. MARS

Nú er tími til að rifja upp það sem þú veist um fallega og fræga fólkið, því nú spyrja dívur rauða dregilsins, Dröfn og Lára um það helsta sem er að gerast í Hollywood og nágrenni í tilefni þess að Óskarsverðlaunin voru afhent nýlega.


Sigurvegarar 29. febrúar voru Steinþór Sigurðsson og Benedikt Waage með 22 rétt svör.

View My Stats