sunnudagur, 29. júní 2008

4. JÚLÍ

Spyrill dagsins er Jón Brynjarsson. Þar sem dagurinn er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna mun Jónsi eiga einhverjar spurningar í þá áttina.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Elías K. Guðmundsson og Halldór Kr. Þorsteinsson og er þetta þeirra fyrsti sigur, en þeir náðu 20 svörum réttum.


263. keppnin

sunnudagur, 22. júní 2008

27. JÚNÍ

Spyrill dagsins er Steinþór Sigurðsson.

Sigurvegarar síðustu viku voru Magnús Þ. Lúðvíksson og Björn R. Halldórsson, en þeir náðu 20 svörum réttum.


262. keppnin.

miðvikudagur, 18. júní 2008

20. JÚNÍ

Spyrlar dagsins eru Ásgeir og Höskuldur.

Sigurvegarar síðustu viku voru Kristinn Pálsson og Gunnar Árnason með 18 rétt svör.

þriðjudagur, 10. júní 2008

13. JÚNÍ

Nú er að renna upp enn einn föstudagurinn þrettándi og mun Ásta Andrésdóttir nýta sér það að einhverju leyti í sínum spurningum.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Hafsteinn Einarsson og Ólafur Patrick Ólafsson. Vegna þess að keppnina bar upp á menningarhátíð Grand Rokk, hlutu þeir að launum tvo bjórkassa. Einnig voru veitt verðlaun, bæði fyrir annað og þriðja sæti. Í öðru sæti lentu Atli Ísleifsson og Steinar Örn Stefánsson, en í þriðja sæti enduðu Andrés Jónsson og Agnar Freyr Helgason.
Óskum við öllum sigurvegurum til hamingju.

Vegna sýningar Peðsins, leikfélags Grand Rokk, á Skeifu Ingibjargar, verðum við að halda keppnina á neðri hæð staðarins. Við biðjumst velvirðingar á þessu raski, en vonum að sem flestir mæti og skemmti sér yfir spurningum Ástu.260. keppnin

þriðjudagur, 3. júní 2008

6. JÚNÍ

Þar sem menningarhátíð Grand Rokk er þessa helgina, þykir rétt að gefa öllum jafnt tækifæri til að vinna til verðlauna í þessari keppni. Því er við hæfi að sigursælasti keppandinn í ár, Örn Úlfar Sævarsson spyrji og með því gefa öðrum von til sigurs.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Útsvarsbræðurnir Hafsteinn V. Hafsteinsson og Víðir Petersen, en þeir náðu 18 svörum réttum.

Að lokum vil ég aftur minna á menningarhátíð Grand Rokk, sem hefst með pompi og prakt þann 5. júní klukkan 18.00 og stendur alla helgina. Blásið verður til ýmissa viðburða, svo sem leiksýningar, kórsöngs, myndlistarsýningar sem og margra annarra atriða sem ekki verða tíunduð hér. Sjón er sögu ríkari og mætum með góða skapið á Grand Rokk og kynnum okkur hvað er um að vera á einum öflugasta menningarpöbb Íslands. (ef ekki þeim öflugasta)

Með hátíðarkveðjum frá keppnisstjórn Drekktu betur.
Gunnar F. Árnason.
259. keppnin

View My Stats