laugardagur, 7. febrúar 2009

13. FEBRÚAR

Spyrill dagsins er Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Hafsteinn V. Hafsteinsson og Víðir S. Petersen.
Þeir náðu 18 svörum réttum og þremur að auki úr bráðabana.


295.keppnin

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þá vinnur Örn Úlfar

12. febrúar 2009 kl. 00:11  
Blogger Örn Úlfar sagði...

Ekki gekk það nú síðast.

12. febrúar 2009 kl. 11:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Óli Kári á afmæli í dag.

13. febrúar 2009 kl. 02:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til að tryggja jafnan séns allra þá fer keppnin hér á eftir:

1
Árið 1979 birtust fregnir þess efnis að Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefði orðið fyrir árás hættulegrar skepnu. Hann hefði verið við veiðar þegar torkennileg skepna réðst að bát hans. Forsetanum hefði þó tekist að hrekja óvættina í burtu með ár að vopni. The Washington Post birti forsíðufrétt um atburðinn og fleiri fréttamiðlar fylgdu í kjölfarið. Mynd náðist af árásinni sem Repúblikanar sáu sér síðar hag í að birta. Segja má að um fáheirðan atburð sé að ræða, þó vissulega minni hann á atriði úr frægri breskri bíómynd sem kom út árið 1975. Hvaða skepna var það sem réðst á forsetann?

Kanína (President Attacked by Rabbit) – minningar fréttafulltrúans Powell: The President confessed to having had limited experience with enraged rabbits. He was unable to reach a definite conclusion about its state of mind.

2
Hvaða íslenski handknattleiksmaður setti árið 1966 heimsmet, þegar hann skoraði 17 mörk í einum landsleik?

Hemmi Gunn

3
Konur hafa farið mikinn síðustu ár og eru sífellt að seilast til meiri áhrifa. Þetta ófremdarástand byrjaði þegar þær fengu kosningarétt og tók enn frekari dýfu niður á við þegar þær fóru að vinna úti. Nýjasta dæmið um hvað konur dóminera opinberar stöður er nýráðinn forstöðumaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Sú sem þar tók við er fyrsti fullrúi heimalands síns sem tekur við þessu háa embætti, en hún er sérfræðingur í fuglaflensu. Hvaðan kemur hún?

Kína (Dr. Margareth Chan)

4
Audioslave er hljómsveit sem er nokkuð vinsæl um þessar mundir og fyrsta plata þeirra samnefnd sveitinni sem kom út árið 2002 vakti mikla athygli, ekki síst smellurinn Like a Stone. Hljómsveitin samanstendur af meðlimum tveggja fyrrum frægra rokksveita, hvaða sveitir eru það?

Rage against the Machine og Soundgarden

5
Tveir gamlir jálkar gáfu út plötur á síðasta ári sem hafa báðar fengið afbragðs góða dóma, sumir tala um bestu plötur kumpánanna í mörg ár. Hér er að sjálfsögðu átt við þá Bob Dylan og Neil Young. En hvað heita þessar plötur?

Dylan – Modern Times/Young – Living with War

6
Eins og allir muna eftir, eða flestir í það minnsta, voru áramót hjá okkur fyrir ekki svo löngu. Ekki halda þó allri heimsbúar upp á áramót á sama tíma og Kínverjar gera það t.d. ekki fyrr en 18. febrúar, en þá lýkur ári hundsins. Hvaða ár tekur þá við spyrja ýmsir sig, en ekki við því við vitum að það er ár svínsins. Í kínverska tímatalinu eru mörg dýr, hve mörg spyrjið það og svarið er tólf. Nefnið sex þeirra.

Rotta, uxi, tígrisdýr, kanína, dreki, snákur, hestur, geit, api, hani, hundur, (villi)svín

7
Þar sem áður var veitingastaðurinn Shanghsæ opnaði nýverið verslunin Spúúútnik. Á efri hæðinni á að opna veitingastað/bar, sem fregnir hermdur reyndar að hefði opnað um áramótin. Staðurinn er að einhverju leyti í eigu þeirra sömu og eiga og reka Sirkús. En hvað heitir þessi nýi staður.

Boston

8
Og enn spyrjum við um konur. Á nýársdag sæmdi forseti Íslands 14 Íslendinga Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Hve margir þeirra voru konur?

Sex

9
Ruslpóst þekkjum við öll. Ég fékk t.d. lengi vel skeyti frá úraframleiðendum og einhverjum sem vildu ólmir stækka lim minn. Þar sem ég á ekki úr og var því augljóslega eðlilegt skotmark fór ég því að hafa áhyggjur af limstærð minni... en nóg um það. Spam, eins og þetta heitir á ensku, er skrásett vörumerki fyrirtækisins Hormel, en helsta vara þeirra er niðursoðinn svínakjötsklumpur. Það að nota orðið yfir ruslpóst er vísun í skets Monty Python, en þar sat maður á veitingahúsi og allir réttir á matseðlinum innihéldu spam. Ruslpóst þekkjum sem orð yfir þetta, en reynt hefur verið að staðfæra orðið spam með vísun í unna kjötvöru hér á landi, þó það hafi ekki enn unnið sér þegnrétt. Hver er sú kjötvara?

Kæfa

10
Ein besta leiðin til að komast á spjöld sögunnar er að gera eitthvað fyrstur allra: verða fyrsti maðurinn til að klífa fjall, ganga á tunglinu, fara til Ameríku o.s.frv. Önnur leið til frægðar er sú að gera eitthvað síðastur manna. Sigurður Gottvinsson nefndist maður, sem frægur var af endemum. Árið 1834 gekk hann í gegnum ákveðna lífsreynslu síðastur Íslendinga – amk. enn sem komið er. Og nú er spurt – í hverju fólst þessi lífsreynsla Sigurðar Gottvinssonar?

- Hann var síðasti Íslendingurinn sem var dæmdur til dauða og tekinn af lífi

(Það gerðist í fangelsi í Khöfn. Þetta mun afvegaleiða fólk, því síðasta aftakan Á ÍSLANDI var fjórum árum fyrr – og fleiri áttu eftir að fá dauðadóma, án þess að til aftöku kæmi.)


11
Og konurnar banka enn og aftur upp á. Kona var í fyrsta skipti kjörin forseti Bandaríkjaþings í gær. Hún er demókrati og kemur frá Kaliforníu. Hér er að sjálfsögðu um stórfrétt að ræða og því ekkert eðlilegra en að spyrja hvað hún heiti. Og verður það gert hér.

Nancy Pelosi

12
Oddný Sturludóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar nú um mundir, en verður sennilega von bráðar borgarfulltrúi, enda kvarnast úr borgarstjórnarflokknum. Hún er menntaður píanóleikari og starfar sem píanókennari. Hún var fyrsti hljómborðsleikari sveitar sem gaf út fyrstu plötu sína árið 1998. Platan sú var kennd við ákveðna tegund sjávartengdra farartækja. Oddný hætti eftir fyrstu plötuna en síðan hefur sveitin gefið út tvær plötur. Hvaða sveit er þetta?

Ensími

13
Palli vinur minn er að fara til Tælands með spúsu sinni Hönnu. Þau ætla að dvelja um hríð á eyjunni Kópanjang, en þar eru mánaðarlega haldi stærstu reif partý í heimi. Hún er þó ekki eins fræg og önnur eyja sem hefur mikið verið í sviðsljósinu, fyrir jafnólíka hluti og að verða fyrir flóðbylgju Tsunami og að vera sá staður sem hin siðprúðu skötuhjú Kate Moss og Pete Doherty eiga að hafa gengið í hjónaband um áramótin. Hvað heitir þessi eyja?

Pukhet

14
Hvað heitir hinn kúltúveraði stjórnandi sjónvarpsþáttanna Sigtisins sem bolað var úr þeim þáttum á svívirðilegan hátt og þurfti að reyna fyrir sér í ýmsum störfum í kjölfarið, s.s. sem rithöfundur og kennari, og er hann sat undir auvirðilegum ávirðingum um að vera hommi hvatti samkynhneigða til að fara bara eitthvað og hommast saman?

Frímann Gunnarsson

15
Undir hvaða listamannanafni gaf Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir út fyrsta geisladisk sinn í fyrra sem hlotið hefur einróma lof?

Lay low

16
Hvað eiga þeir Porl Johnson, Peter Buck, Steve Jones, Jonny Buckland og Jonny Greenwood sameiginlegt?

Allir eru þeir gítarleikarar í frægum böndum (The Cure, The R.E.M., The Sex Pistols, Coldplay, Radiohead)

17
Spurt er um erlendan mann. Hann var fyrrum pönkhetja og sagði nýverið aðspurður í viðtali að hann hataðist ekki við bresku konungsfjölskylduna, heldur hugmyndina um konungsdæmi. Aðspurður hver þeirra fjölskyldu honum hugnaðist best, svaraði hann á þá leið að það hlyti að vera Karl Bretaprins, maður yrði einfaldlega að bera virðingu fyrir manni sem giftist konu sem lítur út eins og gólfmotta. Hver er maðurinn?

Johnny Rotten (John Lydon)

18
Góði dátinn Svekj er öllum sem um hann hafa lesið að góðu kunnur og þeir sem ekki hafa gert það ættu að skammast sín og verða dæmdir úr keppni. Þegar sagan um hann hefst situr hann og nýr hné sín upp úr ákveðnum vökva vegna slæmrar gigtar. Hvaða vökvi er það?

Andanefjulýsi (hvallýsi, lýsi)

19
Þýðendur eru stétt sem fá allt of lítið lof í samfélaginu. Það er því ekki úr hæfi að spyrja um einn besta þýðanda sem Ísland hefur af sér alið. Á síðustu öld þýddi hann mörg mestu meistaraverk bókmenntanna yfir á hið ástkæra ylhýra og má í því skyni nefna Góða dátann Svekj eftir Tékkann Hasek, Og sólin rennur upp eftir Bandaríkjamanninn Hemingway, Kamilíufrúna eftir Frakkann Alexandre Dumas, hluta af finnska kvæðinu Kalevala og tvö bindi af Önnu Karenínu eftir Rússann Tolstoj. Hvað hét þessi ágæti maður?

Karl Ísfeld

20
Aðeins einn forseti Bandaríkjanna hefur orðið fyrir tveimur morðtilraunum. Tekið er fram að hér er ekki verið að vísa til hlægilegra tilrauna til að ráða Clinton af dögum. Viðkomandi lifði báðar tilraunirnar af og dó í mjög hárri elli? Tilræðin við forsetann voru með aðeins 17 daga millibilli og í báðum tilvikum voru tilræðismennirnir konur. Hver er forsetinn?

Gerald Ford. (árið 1975. „Squeaky Fromme“ – Manson gengið – Sara Jane Moore)

21
a) Hér er spurning fyrir alla nema Örn Úlfar Sævarsson og hans makker. Títtnefndur Örn Úlfar var útgefandi bókar, til hálfs við höfund hennar, um þessi jól. Bókin fékk fullt hús stjarna í Fréttablaðinu, fimm stjörnur, og var í Mogganum nefnd „fyndnasta bók ársins!“ Fyrirhugað er framhald af bókinni á næsta ári, enda hún þess eðlis að það er ekki nema sjálfsagt. Hver er höfundur bókarinnar?
Halldór Baldursson

b) Þessi er bara fyrir Örn Úlfar. Árið 1989, ári áður en þú byrjaðir í MR væntanlega, setti Herranótt upp leikrit eftir íslenskan rithöfund sem hafði nokkrum árum fyrr kveðið sér hljóðs á ritvellinum. Hvaða höfund?
Sjón

22
Nýr Þjóðarpúls Gallup var birtur í byrjun mánaðarins. Hvað munar miklu á fylgi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar á landsvísu skv. honum, námundað að næsta prósentustigi?
5%

23
Spurt er um ár. Bandaríkin setja hafnbann á innflutning korns frá Sovétríkjunum, Evrópusambandið styður það. Nigel Short verður yngsti alþjóðlegi stórmeistarinn í skák, aðeins 14 ára og Ísrael og Egyptaland taka upp stjórnmálasamband. Þetta gerðist allt í janúar. Lech Walesa leiðir fyrsta verkfallið, af mörgum, í skipasmíðastöðvum Gdansk í ágúst og í nóvember er slegið met í sjónvarpsáhorfi þegar sagt er frá því hver skaut J.R. í Dallas. Á Íslandi var tónlistarhátíðin Myrkir mússíkdagar haldin í fyrsta sinn og í júní gerðist hér atburður sem komst í heimspressuna og enn er vitnað til í erlendum bókum. Hvaða ár er þetta?
1980

24
Eins og allir vita er Grand Rokk orðinn sportbar. Niðri er t.a.m. komið pílukastspjald sem allir hér hafa að sjálfsögðu prufað. Hvað fá menn fyrir að kasta pílu í miðju þess spjalds, sem bæðevei er rauð?
50

25
Allir karlmenn vilja vera vel klæddir og til þess að ná því er best að fara til Kormáks og Skjaldar. Þeir keyptu einmitt nýverið breska herrafataverslun sem kennd er við spjátrung í sögum einhvers mesta háðfugls breskra rithöfunda. Hvað heitir verslunin?
Bertie Wooster

26
Í öllu eðlilegu fólki ætti hjartað að slá á bilinu 60 til 100 slög á mínútu. Hér er vissulega ekki mikið um eðlilegt fólk, en fáir eru þó hér sem hafa náð sömu lægðum og spænski hjólreiðakappinn Miguel Indurian, hvað snertir fá hjarstlög á mínútu, nema kannski Örn Úlfar. Þekkt er að þeir sem hafa mikið þol hafa oft hægari hjarstlátt, en Miguel þessi er nokkuð einstakur hvað þetta varðar. Nú er spurt: Hvað sló hjartað í Miguel Indurian mörg slög á mínútu, námundað upp í næsta tug?
30 (28)

27
Bragi Ólafsson er sennilega besti rithöfundur á Íslandi í dag. Áður en hann fór að skrifa skáldsögur, var hann ljóðskáld – og er sennilega enn – og aldrei þessu vant vakti ljóðskáldið smá athygli. Þess vegna ættu menn ekki að verða í vandræðum með að nefna tvær af þeim fimm ljóðabókum sem Bragi hefur gefið út og er þá ljóðasafnið ekki talið með. Og hefjist þá handa.
Ansjósur, Dragsúgur, Fjórar línur og titill, Klink, Ytri höfnin.

28
Spurt er um fyrsta leikrit leikskálds í fullri lengd. Viðkomandi kallaði sig um tíma Pinta (P-I-N-T-A) og þóttist vera af portugölskum ættum. Leikritið var hið mesta klúður þegar það var frumsýnt 1958. Verkið, sem fjallar um veislu nokkra, náði síðar meira hylli, eins og sjálft leikskáldið, svo mikilli að árið 1977 var, nokkuð fjarri Bretlandi vöggu pönksins, stofnað pönkband samnefnt því, sem starfaði þangað til árið 1984. Þá höfðu þau illu sæði ósættis sem sáð hafði verið innan bandsins náð að spíra og blómstra. Hvaða leikrit er spurt um?
The Birthday Party

29
Hljómsveitin Limp Bizkit er um flest hálfömurleg. Um það ættu allir að vera sammála. Nýverið gaf hljómsveitin út gamalt lag í nýjum búningi þar sem mónótónískur söngur fer saman við daufa útgáfu. Lagið heitir Behind the blue Eyes og er einhvern veginn svona... No one knows what it´s like, to be the bad man, to be the sad man, behind blue eyes... Hvaða sjónvarpsvæna hljómsveit gaf lagið fyrst út árið 1971?
The Who

30
Og þá er það spurning um það sem margir hér hafa skolfið í hnjánum yfir og svitnað í rúminu. Í ár verður nefnilega bannað að reykja á veitingastöðum, þar með töldum þessum. Það er spurning hvort betra er að vita hvenær maður deyr, eða að láta það koma sér á óvart, en hvaða dag munu margir hér upplifa dauða tilveru sinnar?
1. júní

13. febrúar 2009 kl. 14:28  
Blogger Örn Úlfar sagði...

Hjartslátturinn fór alveg upp í 42 slög á mínútu við að rifja þessa snilldarkeppni upp.

13. febrúar 2009 kl. 16:34  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim


View My Stats