þriðjudagur, 3. júní 2008

6. JÚNÍ

Þar sem menningarhátíð Grand Rokk er þessa helgina, þykir rétt að gefa öllum jafnt tækifæri til að vinna til verðlauna í þessari keppni. Því er við hæfi að sigursælasti keppandinn í ár, Örn Úlfar Sævarsson spyrji og með því gefa öðrum von til sigurs.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Útsvarsbræðurnir Hafsteinn V. Hafsteinsson og Víðir Petersen, en þeir náðu 18 svörum réttum.

Að lokum vil ég aftur minna á menningarhátíð Grand Rokk, sem hefst með pompi og prakt þann 5. júní klukkan 18.00 og stendur alla helgina. Blásið verður til ýmissa viðburða, svo sem leiksýningar, kórsöngs, myndlistarsýningar sem og margra annarra atriða sem ekki verða tíunduð hér. Sjón er sögu ríkari og mætum með góða skapið á Grand Rokk og kynnum okkur hvað er um að vera á einum öflugasta menningarpöbb Íslands. (ef ekki þeim öflugasta)

Með hátíðarkveðjum frá keppnisstjórn Drekktu betur.
Gunnar F. Árnason.




259. keppnin

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim


View My Stats