laugardagur, 24. janúar 2009

30 JANÚAR

Spyrill dagsins er Íris Ellenberger, en hún er fyrrverandi fjárglæfrakona, núverandi súpueldhús og reyndar sagnfræðingur líka.

Þar sem síðan hefur legið niðri núna í óþægilega langan tíma, er rétt að fara yfir það hvernig síðustu keppnir hafa farið.

23. janúar: Spyrill Ólafur Þórsson. Sigurvegarar voru Kristinn Pálsson og Ágúst Örn Gíslason með 11 rétt svör.

16. janúar: Spyrill Kristinn Pálsson. Sigurvegarar voru Björn Teitsson og Páll Guðmundsson með 21 rétt svör.

9. janúar: Spyrlar Óli Kári Ólason og Pétur Orri Gíslason. Sigurvegarar voru Hafsteinn V. Hafsteinsson og Víðir Petersen með 24 rétt svör.

2. janúar: Spyrill Ólafur Patrick Ólafsson. Sigurvegarar voru Vignir Már Lýðsson og Hafsteinn B. Einarsson með 21 rétt svör.

26. desember: Spyrill Björn Gunnlaugsson. Sigurvegarar Ölvir Gíslason og Ágúst Hauksson með 21 rétt svar og önnur 2 úr bráðabana.

19. desember: Spyrill Kolbeinn Óttarsson Proppé. Sigurvegarar Steinþór Sigurðsson og Benedikt Waage með 24 rétt svör og önnur 2 úr bráðabana.

Við vonum að þessir tæknilegu örðugleikar hafi ekki valdið varanlegu tjóni hjá nokkrum keppanda eða aðdáanda keppninnar. Ef einhverjum finnst hafa verið brotið á sér á nokkurn hátt, er um að gera að kvarta. Kvartanadeildin er við á Austurvelli alla daga.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

11 rétt svör? Var þetta svona erfitt eða?

27. janúar 2009 kl. 17:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Erfitt? Tja, það var erfitt að sitja undir spyrli sem samdi bara 24 spurningar - sem snerust allar um að hann leyfði fólki að hlusta á uppáhaldslögin sín á iTunes.

Enda fóru margir í miðjum klíðum.

29. janúar 2009 kl. 20:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bíddu, var þetta sigur? Eigum við Gústó inni heilan bjórkassa? Var ekki miðað við 12 stig eða meira til sigurs? Annars var þetta alls ekki skemmtilegasta keppnin til þessa, en þó engin ástæða til þess að hundsa hana á morgun. Fjölmennum endilega og til hamingju, símgoði, með að hafa snúið síðunni í gang á nýjan leik...

Kv.
Kristinn Páls

29. janúar 2009 kl. 23:04  
Blogger Örn Úlfar sagði...

Það munar öllu að hafa síðuna!¨

30. janúar 2009 kl. 12:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú lag 22.
Hey hvar eru allir!

30. janúar 2009 kl. 16:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Keppendur eru orðnir spilltir, of góðu vanir og því sárir ef þeir fá ekki 20+ stig í hverri keppni!

Ef þemað er tónlist er vinnings-aðferðin einföld: Panta sér Kristin Pálsson (aka Kristó) sem makker.

Annars er ég svekktur að hafa ekki vitað Laibach-spurninguna (nr. 2), og þar með krækt í kassann, eftir að hafa setið fyrirlestur sem útlenskur spesialisti hélt hér á landi um hljómsvetina.

Kv.
Ágúst Örn Gíslason, farþegi.

30. janúar 2009 kl. 16:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hver er næst?

3. febrúar 2009 kl. 23:00  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim


View My Stats