þriðjudagur, 10. júní 2008

13. JÚNÍ

Nú er að renna upp enn einn föstudagurinn þrettándi og mun Ásta Andrésdóttir nýta sér það að einhverju leyti í sínum spurningum.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Hafsteinn Einarsson og Ólafur Patrick Ólafsson. Vegna þess að keppnina bar upp á menningarhátíð Grand Rokk, hlutu þeir að launum tvo bjórkassa. Einnig voru veitt verðlaun, bæði fyrir annað og þriðja sæti. Í öðru sæti lentu Atli Ísleifsson og Steinar Örn Stefánsson, en í þriðja sæti enduðu Andrés Jónsson og Agnar Freyr Helgason.
Óskum við öllum sigurvegurum til hamingju.

Vegna sýningar Peðsins, leikfélags Grand Rokk, á Skeifu Ingibjargar, verðum við að halda keppnina á neðri hæð staðarins. Við biðjumst velvirðingar á þessu raski, en vonum að sem flestir mæti og skemmti sér yfir spurningum Ástu.



260. keppnin

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þökkum kærlega fyrir okkur. Heineken-bjórinn kom í góðar þarfir.

16. júní 2008 kl. 16:04  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim


View My Stats