fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Kristinn Kristjánsson 1954-2008

Horfinn er á vit feðra sinna vinur okkar og félagi Kristinn Kristjánsson, fyrrum umsjónarmaður Drekktu betur. Kristinn var mörgum okkar innblástur í lífi og starfi, einkum þeim okkar sem fengum það tækifæri að sitja í íslenskutímum hjá honum á kennaraferli hans. Hann eyddi með okkur mörgum góðum stundum á Grand Rokk við rökræður, uppfræðslu, sem og í leik og starfi.
Hann skilur eftir sig stórt skarð í hjörtum okkar sem þekktum hann og vonum við að honum líði vel þar sem hann er nú. Við kveðjum þennan vin okkar með söknuði og sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.

3 Ummæli:

Blogger Örn Úlfar sagði...

Þetta er harmafregn og stórt skarð fyrir skildi meðal Grandara og þátttakenda Drekktu betur.

8. febrúar 2008 kl. 11:39  
Blogger d-unit sagði...

þetta er mjög sorglegt að heyra votta aðstandendum hans samúð mína

kveðja

Dröfn Ösp Snorradóttir

8. febrúar 2008 kl. 14:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Deyr fé
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.

Deyr fé
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama
eg veit einn
að aldrei deyr,
dómur um dauðan hvern.

Úr Hávamálum

14. febrúar 2008 kl. 00:19  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim


View My Stats