laugardagur, 24. janúar 2009

30 JANÚAR

Spyrill dagsins er Íris Ellenberger, en hún er fyrrverandi fjárglæfrakona, núverandi súpueldhús og reyndar sagnfræðingur líka.

Þar sem síðan hefur legið niðri núna í óþægilega langan tíma, er rétt að fara yfir það hvernig síðustu keppnir hafa farið.

23. janúar: Spyrill Ólafur Þórsson. Sigurvegarar voru Kristinn Pálsson og Ágúst Örn Gíslason með 11 rétt svör.

16. janúar: Spyrill Kristinn Pálsson. Sigurvegarar voru Björn Teitsson og Páll Guðmundsson með 21 rétt svör.

9. janúar: Spyrlar Óli Kári Ólason og Pétur Orri Gíslason. Sigurvegarar voru Hafsteinn V. Hafsteinsson og Víðir Petersen með 24 rétt svör.

2. janúar: Spyrill Ólafur Patrick Ólafsson. Sigurvegarar voru Vignir Már Lýðsson og Hafsteinn B. Einarsson með 21 rétt svör.

26. desember: Spyrill Björn Gunnlaugsson. Sigurvegarar Ölvir Gíslason og Ágúst Hauksson með 21 rétt svar og önnur 2 úr bráðabana.

19. desember: Spyrill Kolbeinn Óttarsson Proppé. Sigurvegarar Steinþór Sigurðsson og Benedikt Waage með 24 rétt svör og önnur 2 úr bráðabana.

Við vonum að þessir tæknilegu örðugleikar hafi ekki valdið varanlegu tjóni hjá nokkrum keppanda eða aðdáanda keppninnar. Ef einhverjum finnst hafa verið brotið á sér á nokkurn hátt, er um að gera að kvarta. Kvartanadeildin er við á Austurvelli alla daga.

View My Stats