laugardagur, 22. desember 2007

28. DESEMBER

Spyrill föstudaginn 28. desember er hæstvirtur Iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson.


Sigurvegarar jólakeppninnar 21. des. voru Páll Guðmundsson og Kristinn Pálsson. Höfðu þeir 19 stig eftir keppnina og tóku svo önnur 4 stig eftir skemmtilegan bráðabana.



Keppnisstjórn Drekktu betur óskar öllum keppendum, svo og öðrum áhugasömum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sjáumst þó milli jóla og nýárs í skemmtilegri keppni.

laugardagur, 15. desember 2007

21. DESEMBER

Þar sem senn líður að jólum er við hæfi að fá spyril sem fangar anda jólanna. Þess vegna er spyrill á föstudaginn jólasveinninn Bjúgnasleikir. Þema dagsins mun vera jólalög og allt þeim tengt.

Síðustu keppni unnu Steinþór Sigurðsson og Benedikt Waage með 18 stig.

mánudagur, 10. desember 2007

14. DESEMBER

Spyrill föstudaginn 14. desember er rithöfundurinn og einn sigursælasti keppandi Drekktu betur Ævar Örn Jósepsson.

Keppnina 7.desember sigruðu tvö lið og skiptu þau bjórkassanum á milli sín.
Í liðunum voru annars vegar Sigurlaugur Ingólfsson og Kristbjörn H. Björnsson og hins vegar Steinþór Sigurðsson og áðurnefndur Ævar Örn. Hlutu liðin 15 stig.

laugardagur, 1. desember 2007

7. DESEMBER

Spyrlar dagsins eru Ólafur Klemensson og Guðmundur Hreiðarsson (Óli Klem og Gummi Benz)

Keppni Guðmundar Steingrímssonar í síðustu viku sigruðu Örn Úlfar Sævarsson og Kristján Guy Burgess glæsilega með 28 stig.

Þar sem leikfélagið Peðið er að sýna Tröllaperuna á efri hæðinni, þurfum við aftur að færa keppnina á neðri hæðina. Enn biðjumst við velvirðingar á því raski.

Ef áhugi er hjá keppendum að sjá leikverkið sem er að trufla okkur, endilega spyrjist fyrir um miða á barnum. Það verður enginn svikinn af þessu verki og gæti jafnvel komið fólki í jólaskap.

View My Stats