sunnudagur, 26. apríl 2009

1. MAÍ

Í tilefni dagsins þykir keppnisstjórn rétt að baráttumaður sjái um keppnina. Hver er þá betur til þess fallinn en Stefán Pálsson?

Sigurvegarar síðustu keppni voru þeir Hafsteinn V. Hafsteinsson og Víðir S. Petersen, en þeir náðu 20 svörum réttum.


305. keppnin

mánudagur, 20. apríl 2009

24. APRÍL

Spyrill dagsins er Steinþór H. Arnsteinsson. Þema hans verður sumar, þar sem sumardagurinn fyrsti er þá nýliðinn.

Sigurvegarar síðustu keppni voru þeir Björn R. Halldórsson og Vignir M. Lýðsson, en þeir náðu 15 svörum réttum úr aðalkeppninni og svo öðrum tveimur úr bráðabana.


304. keppnin

fimmtudagur, 16. apríl 2009

17 APRÍL

Spyrill dagsins er Bob Cluness, eða Scottish Bob fyrir þá sem þannig þekkja hann.

Sigurvegarar síðustu keppni sem fór fram þann 3. apríl voru Páll Guðmundsson og Björn Teitsson, en þeir höfðu 16 svör rétt.

sunnudagur, 5. apríl 2009

10 APRÍL.

Þar sem næsti föstudagur er föstudagurinn langi fellur keppni niður. Við sjáumst þó viku síðar í besta skapi og uppfull af páskaeggjasúkkulaði.

fimmtudagur, 2. apríl 2009

3. APRÍL

Spyrill dagsins er Bergsteinn Sigurðsson blaðamaður.

Spyrlar síðustu viku voru Hafsteinn B. Einarsson og Vignir M. Lýðsson og þá keppni unnu Bjarni Þ. Sigurbjörnsson og Ingvi Þ. Sæmundsson. Þeir höfðu 19 svör rétt.

Sigurvegarar 300. keppninnar voru Hafsteinn V. Hafsteinsson og Víðir S. Petersen, en þeir náðu 22 réttum svörum.

302.keppnin

View My Stats