þriðjudagur, 27. maí 2008

30. MAÍ

Spyrill dagsins er Hrannar Jónsson háskólanemi.

Sigurvegarar síðustu keppni voru Gunnar Valþórsson og Daníel Svavarsson með 17 stig og önnur 5 út úr bráðskemmtilegum bráðabana við Magnús Þ. Lúðvíksson / Björn R. Halldórsson og Pál Hilmarsson / Kolbein Proppé.258. keppnin.

mánudagur, 19. maí 2008

23. MAÍ.

Spyrill dagsins er hinn geðþekki, friðelskandi heiðurspiltur Stefán Pálsson. Þema hans verður: Svipleg dauðsföll og byggingasaga Reykjavíkur.

Sigurvegarar síðustu viku voru Ásta Andrésdóttir og Örn nokkur Sævarsson. Þau gengu frá keppninni með 22 stig og bjórkassa í farteskinu.257. keppnin

laugardagur, 10. maí 2008

16. MAÍ

Spyrill vikunnar er að þessu sinni einn sigursælasti keppandinn í ár, Kristján Guy Burgess. Þema dagsins verður Ísland og umheimurinn.

Sigurvegarar síðustu keppni voru þeir sömu og í síðustu viku, Örn Úlfar Sævarsson og áðurnefndur Kristján Guy Burgess, en þeir höfðu 19 svör rétt.256

laugardagur, 3. maí 2008

9. MAÍ

Spyrill dagsins er glæpasagnahöfundurinn góðkunni Ævar Örn Jósepsson. Þema keppninnar verður: Hreinlæti, meinlæti, seinlæti.

Sigurvegarar síðustu viku voru Örn Úlfar Sævarsson og Kristján Guy Burgess, en þeir náðu 21 svari réttu.255

View My Stats